Fulltrúar Réttlætis funda með borgarstjóra

Fulltrúar Réttlætis við upphaf fundar ásamt borgarstjóra.
Fulltrúar Réttlætis við upphaf fundar ásamt borgarstjóra. mbl.is/Hólmfríður

Fulltrúar Réttlætis funda nú með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra um rannsókn á Vöggustofum sem er í undirbúningi, en þeir hafa lýst yfir miklum vonbrigðum eftir að markmið hennar voru kynnt.

Í byrjun júlí á síðasta ári samþykkti borgarstjóri að rannsókn yrði gerð á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem voru reknar í borginni á síðustu öld.

Í síðasta mánuði lagði borgarráð grunn að rannsókninni þar sem markmið hennar voru meðal annars skilgreind. Þessu skrefi var upphaflega fangað en þegar betur var aðgáð þóttu markmiðin ekki nógu skýr og illa skilgreind. 

Mikilvægar spurningar vanta

Fulltrúar Réttlætis, þeir Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson, Tómas V. Albertsson og Árni H. Kristjánsson, hafa lýst yfir vonbrigðum sínum á framvindu rannsóknarinnar og funda því nú með borgarstjóra.

Þykir þeim mikilvægar spurningar vanta í rannsóknina á borð við; Hvað varð um börnin sem þarna dvöldu á vöggustofunum.

Fulltrúar Réttlætis. Frá vinstri: Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson, Árni …
Fulltrúar Réttlætis. Frá vinstri: Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson, Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson. mbl.is/Hólmfríður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert