Hafa áður fordæmt hópuppsagnir

Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson hafa áður fordæmt hópuppsagnir en …
Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson hafa áður fordæmt hópuppsagnir en það virðist kveða við annan tón nú hjá formanninum. Ekki hefur enn náðst í Viðar vegna málsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efling hefur oftar en einu sinni mótmælt hópuppsögnum og sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins, í maí 2019 það vera „fullkomlega siðlaust athæfi“ þegar gripið var til hópuppsagna á þremur hótelum eftir samþykkt nýrra kjarasamninga.

Ekki hefur enn náðst í Viðar vegna hópuppsagnar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og B-listi hennar gripu til, en Viðar og Sólveig hafa verið nokkuð samstíga eftir að Sólveig tók við Eflingu. 

Látið eins og hópuppsögn sé „einhver stórkostleg nýlunda“

Þá sagði Sólveig Anna í samtali við mbl.is í framhaldinu að kjarasamningi yrði rift við hótelin þar sem augljóst væri að ekki væri samið í góðri trú. „Þá er þetta blessaða vinnumarkaðsmódel meingallað.“

Í Kastljósi í kvöld kvað við annan tón en þá sagðist Sólveig ekki geta annað en undrast þá aðför sem stjórn Eflingar hafi orðið fyrir, við hópuppsagnirnar. „Mér finnst algjörlega sturlað að verða vitni af því að það sé látið eins og hópuppsögn að eiga sér stað sé einhver stórkostleg nýlunda í íslensku samfélagi,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert