Krefja Starfsgreinasambandið um skýra afstöðu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ekki látið ná í sig …
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ekki látið ná í sig frá því að fréttir um uppsagnirnar bárust. mbl.is/Eggert

ASÍ-UNG fordæmir „fyrirvaralausa og fordæmalausa“ hópuppsögn starfsmanna Eflingar. Stangast þessi aðgerð á við grunngildi verkalýðshreyfingarinnar og stendur hún á mjög tæpum lagalegum grundvelli.

Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnar ASÍ-UNG en tekið er sérstaklega fram að fulltrúar Eflingar í stjórninni hafi ekki tekið þátt í mótun eða afgreiðslu þessarar ályktunar.

Fari gegn siðferðislegum gildum

Í tilkynningunni er þess krafist að Starfsgreinasamband Íslands taki skýra afstöðu með starfsmönnum Eflingar og aðstoði þá við að leita réttar síns. Þá er hópuppsögnin sögð fara gegn siðferðislegum gildum verkalýðshreyfingarinnar.

Verkalýðshreyfingin á að standa vörð um réttindi vinnandi fólks og á að sýna gott fordæmi og tileinka sér þá hegðun sem við viljum að atvinnurekendur á almennum markaði sýni starfsfólki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert