Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, er ein þeirra sem fékk uppsagnarbréf frá stéttarfélaginu í gær.
Agnieszka greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hún bendir á að varaformaður félagsins sé lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu.
„Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ segir í færslu hennar en hún var kjörin varaformaður Eflingar árið 2019 og aftur árið 2021.