Nýr dagskrárstjóri K100 og Retro

Ágúst Héðinsson.
Ágúst Héðinsson.

Ágúst Héðinsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri útvarpssviðs Árvakurs sem rekur stöðvarnar K100 og Retro FM895. Hann tekur við af Sigurði Gunnarssyni sem hverfur til annarra starfa. Ágúst hefur undanfarið stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrirtækisins.

„Um leið og við óskum Sigurði velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum gott samstarf þá er ánægjulegt að geta nýtt sér þekkingu reynslumesta aðila landsins í rekstri og stýringu útvarps til að móta áfram ferskustu stöðvar landsins,“ segir Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri.

Ágúst er viðskiptafræðingur og á að baki langa sögu í fjölmiðlum, sér í lagi útvarpi, og gerði um tíma Bylgjuna að langvinsælustu stöð landsins. Hann var lengi vel forstöðumaður og framkvæmdastjóri miðla hjá 365 og Sýn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert