Ókeypis lestarmiðar fyrir íslensk ungmenni

Fáni Evrópusambandsins á Sigurboganum í París.
Fáni Evrópusambandsins á Sigurboganum í París. AFP/Ludovic MARIN

18 ára ung­menn­um frá Íslandi gefst nú tæki­færi til þess að ferðast frítt inn­an Evr­ópu með lest. Í upp­hafi árs varð Disco­v­er­EU hluti af Era­smus+ áætl­un­inni, sem Ísland tek­ur þátt í.

Disco­v­er­EU er frum­kvæðis­verk­efni á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem ung­menn­um eru gef­in In­terrail lest­armiði sem er hægt að nota ótak­markað í ákveðinn tíma til að ferðast um Evr­ópu.

Til­gang­ur verk­efn­is­ins er að gefa ung­menn­um tæki­færi til að kynn­ast bet­ur, þvert á landa­mæri, tungu­mál og menn­ingu til að minnka for­dóma ásamt öðru.

48 miðar dregn­ir út

Fyr­ir­komu­lag verk­efn­is­ins er þannig að þeir sem eru fædd­ir frá fyrsta júlí 2003 til þrítug­asta júní 2004 og eru með lög­heim­ili á Íslandi geta sótt um lestamiðann fyr­ir 21. apríl. 48 manns verða dreg­in út og fá þau ásamt lest­armiðanum frítt flug til Evr­ópu.

Ann­ar út­drátt­ur verður í haust fyr­ir þau sem eru fædd seinna á ár­inu 2004.

Hægt er að lesa nán­ar um Disco­v­er­EU hér en um­sókn­ar­ferlið fer fram í gegn­um evr­ópsku ung­mennagátt­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert