Ragnar og Vilhjálmur láta ekki ná í sig

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfsgreinasambandsins. Samsett mynd

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands, hafa ekki látið ná í sig til að veita viðtal vegna uppsagna starfsmanna Eflingar.

Blaðamenn mbl.is hafa reynt ítrekað að hafa samband við verkalýðsleiðtogana, án árangurs, vegna þess sem einn starfsmaður segir fordæmalausa vanvirðingu við starfsfólk Eflingar. Hluti af starfsmönnum Eflingar sem sagt var upp eru félagar í VR og þá er Efling hluti af Starfsgreinasambandinu. Bæði Ragnar og Vilhjálmur hafa báðir talist til stuðningsmanna Sólveigar Önnu og fögnuðu þeir báðir þegar hún ákvað að gefa kost á sér á ný til formanns Eflingar. Þá hafa þau þrjú saman verið hörð í gagnrýni sinni á forseta ASÍ.

Á mánudaginn var greint frá því að meirihluti stjórnar Eflingar hefði samþykkt tillögu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Baráttulista hennar að segja upp öllu starfsfólki félagsins. Upp­gef­in ástæða var skipu­lags­breyt­ing­ar á vinnustaðnum.

Uppsagnirnar segir Sólveig Anna óhjákvæmilegar og einnig í samræmi við kosningaloforð, en starfsfólk Eflingar fékk uppsagnarbréf sent í nótt.

Friðrik og Drífa gagnrýna stjórn Eflingar

Friðrik Jónsson, formaður BHM, sagði í samtali við Morgunblaðið um uppsagnirnar að honum fyndist þetta „óhugnanleg aðferðafræði,“ og bætir við:

Við í verka­lýðshreyf­ing­unni mynd­um bregðast hratt við ef ein­hver á veg­um at­vinnu­rek­anda myndi beita svona aðferðum og í raun mis­nota lög um hópupp­sagn­ir.“

Þá hefur Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, for­dæm­t ákvörðun stjórn­ar Efl­ing­ar að samþykkja til­lögu uppsagna innan félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert