„Þetta eru fáránlegar reglur“

Davíð var um árabil í hreppsnefnd og oddviti Skorradalshrepps og …
Davíð var um árabil í hreppsnefnd og oddviti Skorradalshrepps og var jafnframt í kjörstjórn við allar sveitarstjórnarkosningar

„Þetta eru fáránlegar reglur og algjört klúður að þeir sem áttu að líta yfir frumvarpið skyldu láta þetta fara í gegn hjá sér,“ segir Davíð Pétursson, bóndi og fv. hreppstjóri á Grund í Skorradal, sem hefur verið í kjörstjórn frá árinu 1961 og annast allar kosningar í sveitarfélaginu frá þeim tíma, utan fimm þingkosninga þegar hann var sjálfur á framboðslista. Með klúðri vísar hann til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi ekki gert athugasemdir við nýjar hæfisreglur fyrir kjörstjórnir.

Davíð var um árabil í hreppsnefnd og oddviti Skorradalshrepps og var jafnframt í kjörstjórn við allar sveitarstjórnarkosningar. Segir hann að ekki hafi reynt á hæfisskilyrði því umboð hreppsnefnda hafi fallið niður daginn fyrir kosningar og þess vegna hafi hreppsnefndarmenn getað setið í kjörstjórn. Davíð var jafnframt hreppstjóri og annaðist utankjörfundaratkvæðagreiðslu á heimili sínu á Grund, sem jafnframt var lengi vel kjörstaður sveitarinnar.

Fleiri hreppstjórar hafa lengi starfað að kosningum. Þannig sá Bjarni Magnússon hreppstjóri um allar kosningar í Grímsey frá árinu 1969 en hann lést á síðasta ári.

Allir íbúar væru vanhæfir

Allir eru í kjöri þar sem óhlutbundnar kosningar eru nema þeir sem verið hafa í hreppsnefnd og tilkynnt hafa að þeir gefi ekki kost á sér. Engin undantekning er gerð um að hæfisskilyrðin gildi ekki þar sem óhlutbundnar kosningar eru viðhafðar. Ef lögin eru tekin bókstaflega væru allir hreppsbúar vanhæfir til setu í kjörstjórn. Því væri ekki hægt að framkvæma kosninguna, að minnsta kosti ekki með heimafólki. Raunar telur landskjörstjórn að túlka beri lögin þannig að hæfisskilyrðin gildi ekki við þessar aðstæður með þeim augljósu rökum að annars væri ekki hægt að viðhafa óhlutbundnar kosningar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert