Kennitölur allra birtar

Auglýsa þarf framboðslista í dag.
Auglýsa þarf framboðslista í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Formaður kjörstjórnar Skorradalshrepps hefur spurst fyrir um það hjá Persónuvernd hvort farið hafi verið yfir nýsett kosningalög og reglugerð, með tilliti til kosninga til sveitarstjórnar. Spyr hvort virkilega þurfi að birta kennitölur og starfsheiti þeirra sem biðjast undan kjöri. Það sama gildir raunar um alla frambjóðendur við listakosningar.

Yfirkjörstjórn sveitarfélaga ber að auglýsa framboðslista á vef sveitarfélagsins og á vef landskjörstjórnar 30 dögum fyrir kjördag, það er í síðasta lagi í dag. Í tæplega mánaðargamalli reglugerð með kosningalögunum er það nýmæli að birta skuli kennitölur frambjóðenda auk nafna þeirra, lögheimili og starfsheiti. Davíð Pétursson, formaður kjörstjórnar, bendir á að með birtingu þessara upplýsinga á netinu liggi upplýsingar um kennitölur þar fyrir um aldur og ævi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert