Segir söluna „sukk og svínarí“

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka vera „svo mikið sukk og svínarí að bæði þarf að leita leiða til að rifta henni og draga menn til ábyrgðar.“

Jóhanna er í færslu sem hún birti á Facebook í dag afar harðorð um söluferlið;

„Það er ekki nóg með að skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn heldur virðast dyr lánastofnana hafi staðið þeim opnar til lántöku fyrir góssinu. Fjöldi kaupenda seldi strax og græddi milljarða á "einni nóttu" af almannaeign. Spillingin gerist vart svæsnari.“

Þá segir Jóhanna að virkja þurfi lög um ráðherraábyrgð. 

„Nú þarf að virkja lög um ráðherraábyrgð, sem Alþingi hefur heykst á að breyta þrátt fyrir kröfu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu þar um. Þeim lögum ætlaði mín ríkisstjórn að láta breyta á árinu 2010 en forsætisnefnd Alþingis sagði að það væri verkefni Alþingis en ekki forsætisráðherra að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Ég skora á Alþingi að breyta þegar í stað þessum lögum en frumvarp liggur fyrir um það frá Samfylkingunni og Pírötum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert