Vorið er komið

Þá verður talsvert hlýtt um land allt og hlýjast á …
Þá verður talsvert hlýtt um land allt og hlýjast á Norðurlandi en kólnar aðeins á páskadag. mbl.is/Hari

Vor er í lofti og ferðaverður gott alla páskana að sögn veðurfræðings.

Morgundagurinn, föstudagurinn langi, verði svipaður og dagurinn í dag. Suðaustan strekkingur og skýjað verði sunnan og vestan til á landinu og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. 

Þá verður talsvert hlýtt um land allt og hlýjast á Norðurlandi en kólnar aðeins á páskadag.

„Það verður úrkomulítið og kólnar aðeins, enginn kuldi en hlýindi fara aðeins rénandi,“ segir veðurfræðingur í samtali við mbl.is.

Vetrardekk óþörf

Er þá komið smá vor í loft?

„Jú vorið er komið. Það má alveg segja það, búið að vera milt síðustu daga.“ Þó megi alveg búast við smá hreti, líkt og gengur og gerist á íslensku vori.

Fólk á höfuðborgarsvæðinu megi því vel huga að því að koma sér yfir á sumardekk. „Það er óþarfi að vera á negldum hérna í bænum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert