Halldóra óstöðvandi

Halldóra kemur í mark í þriðju og aðal-Vasagöngunni.
Halldóra kemur í mark í þriðju og aðal-Vasagöngunni. Ljósmynd/Aðsend

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur verið óstöðvandi síðan hún komst á hlaupabragðið 2011 og að undanförnu hefur hún líka látið á sig reyna í skíðagöngu.

„Ég er vel gift, æfi fyrir og eftir vinnu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og æfingar og keppni eru mín skemmtun, minn félagsskapur, mitt líf. Ég elska að takast á við nýjar áskoranir.“

Ekki verður annað sagt en að skammt sé stórra högga á milli hjá Halldóru. Í fyrrahaust setti hún persónulegt met þegar hún lauk 350 km fjallahlaupinu Tor des Géants á Ítalíu. Í árslok 2021 gekk hún 120 km í styrktarskíðagöngu fyrir Ljósið og er það sennilega Íslandsmet kvenna.

Ljósmynd/Aðsend

Fyrir skömmu gerði hún gott betur, þegar hún var með í sænsku Vasagönguskíðakeppninni og gekk vegalengdina, sem er um 90 km, í þrígang á einni viku eða samtals 270 km. Í sumar ætlar hún síðan að hlaupa þrisvar umhverfis Mont Blanc, hæsta fjall Alpanna. Fyrst hleypur hún tvisvar sem leiðsögumaður á vegum Náttúruhlaupa og síðan sem þátttakandi í 100 mílna (167 km) keppninni Ultra-Trail du Mont Blanc (UTMB).

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert