Lásu Passíusálma af innlifun

Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum var einn lesara …
Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum var einn lesara dagsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Vel var mætt í  mætt kirkjuna í Hrepphólum í Hrunamannahreppi í dag þar sem lesið var úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Slíkt er raunar gert í fjölda kirkna á landinu á þessum degi og eru slíkar samkomur fjölsóttar.

Í kirkjunni á Hrepphólum var sá háttur hafður að fólki voru faldir valdir sálmar til upplestrarar. Sálmarnir eru sem kunnugt er alls 50 og ortir árunum 1656-1659. Þeir teljast vera höfuðverk Hallgríms Péturssonar en í þeim er píslarsaga Kristis rakin af mikilli skáldmælgi.  

Milli flutnings sálmanna las sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna, sem einnig þjónar í Hrepphólum, úr ritningunni. Upplesturinn annað fólk úr nærliggjandi sveitum sem flutti sálmana af skýrmælgi og innlifun.

Hrepphólakirkja og fáninn blakti, dreginn í hálfa stöng.
Hrepphólakirkja og fáninn blakti, dreginn í hálfa stöng. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson Hrunaprestur.
Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson Hrunaprestur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert