„Málið er í rannsókn og í góðum tökum“

Allir aðilar að árásinni eru karlmenn í kring um tvítugt …
Allir aðilar að árásinni eru karlmenn í kring um tvítugt og átti árásin sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið við Ingólfsstræti. mbl.is/Ari

„Lögregla náði tiltölulega fljótt utan um málið. Fljótir á vettvang og með vitni og þess háttar. Málið er í rannsókn og í góðum tökum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í samtali við mbl.is, um þá árás sem átti sér stað í miðbænum í nótt.

Allir aðilar að árásinni eru karlmenn í kring um tvítugt og átti árásin sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið við Ingólfsstræti.

Tveir eru í haldi lögreglu og fórnarlamb árásarinnar liggur á Landspítala og hefur lokið við aðgerð. Ekkert meira liggur fyrir um líðan hans að svo stöddu. Ævar segir málið þó alvarlegt.

„Árásir af þessu tagi geta valdið lífshættulegum áverkum.“

Spurður hvort árásin tengist annarri árás sem átti sér stað við skemmtistaðinn 203 fyrir rúmum mánuði síðan, segist Ævar ekkert liggja fyrir um slíkt.

Vopnið er í höndum lögreglu og er um að ræða hníf, að sögn Ævars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert