Mótmæla bankasölunni á Austurvelli

Mótmælin verða á Austurvelli kl. 14.
Mótmælin verða á Austurvelli kl. 14. mbl.is/Óttar

Efnt hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka klukkan 14.00 í dag. Viðburðurinn var auglýstur á Facebook undir nafninu „Bjarna Ben burt, spillinguna burt“.

Á viðburðinum eru settar fram þrjár kröfur: Að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunar fari burt og að Bjarni Ben fari burt.

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð Þór Jónsson munu stíga á stokk.

478 manns hafa meldað sig á viðburðinn og rúmlega þúsund manns sýnt honum áhuga. Fleiri hundruð manns mættu í síðasta laugardag þegar sölunni var mótmælt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert