Móttökur hér til fyrirmyndar

Flóttafólkið sem notið hefur stuðnings sjálfboðaliðanna, útbjó stórt handskreytt veggjspjald …
Flóttafólkið sem notið hefur stuðnings sjálfboðaliðanna, útbjó stórt handskreytt veggjspjald til votts um þakklæti sitt. Ljósmynd/ Sveinn Rúnar Sigurðsson

Alls hafa 761 einstaklingur, með tengsl við Úkraínu, sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi það sem af er ári.

Næst fjölmennasti hópurinn eru einstaklingar með tengsl við Venesúela, eða 250 einstaklingar. Alls hafa 1.186 einstaklingar frá 33 ríkjum, sótt um alþjóðlega vernd frá áramótum.

Hópur þeirra sem flúið hafa til Íslands frá Úkraínu samanstendur af 416 konum, 198 börnum og 146 körlum.

Síðastliðna sjö daga hafa 52 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd frá Úkraínu, eða í kringum 7 einstaklingar á dag, að meðaltali.

Ef 7 daga meðaltal er notað sem forspárgildi fyrir fjölda einstaklinga með tengsl við Úkraínu sem sækja um vernd næstu 4 vikur þá má gera ráð fyrir því að sá fjöldi verði um 208 manns.

Vanfundinn sá sem ekki felldi tár

Hópur sjálfboðaliða opnaði snemma miðstöð að Guðrúnartúni 8 þar sem eldaður hefur verið matur til handa flóttafólkinu sem þangað sækir, fjögur kvöld í viku. 

Flóttafólkið sem notið hefur stuðnings sjálfboðaliðanna, útbjó stórt handskreytt veggspjald til votts um þakklæti sitt í vikunni og vandfundinn var sá sem ekki felldi tár, að sögn Sveins Rúnars Sigurðssonar, sem staðið hefur í stafni sjálfboðavinnunnar.

Hann segist finna fyrir miklu þakklæti meðal flóttafólksins, en íslenska ríkið, stjórnvöld og hjálparsamtök séu greinilega að standa sig vel og móttökurnar hér séu til fyrirmyndar. 

Sveinn segir að sjálfboðaliðunum hafi þótt mjög vænt um þennan …
Sveinn segir að sjálfboðaliðunum hafi þótt mjög vænt um þennan þakklætisvott. Ljósmynd/ Sveinn Rúnar Sigurðsson
Stór hópur flóttafólks kom að gerð veggspjaldsins og ritaði það …
Stór hópur flóttafólks kom að gerð veggspjaldsins og ritaði það ýmis falleg orð. Ljósmynd/ Sveinn Rúnar Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert