Segir einangrun valda slæmu gengi drengja

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar.
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur áhyggjur af því að nemendur hér á landi séu upp í tveim árum á eftir í skóla ef miðað er við nemendur í nágrannaríkjum. Segir hún að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars.

Að mati Lilju eykst málþroskinn og þar með íslensku kunnátta mest við mannleg samskipti. „Er vandamálið því einnig félagslegt og ekki aðeins hægt að sakast við menntakerfið,“ segir hún. 

Í vikunni kom fram að um þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. mbl.is ræddi þessi mál við Lilju, hvað veldur þessum slaka árangri drengja og hvað sé hægt að gera til að bæta úr þessu.

Kynnti sér vel stöðu lesturs 

Að sögn Lilju kynnti hún sér mjög vel stöðu lesturs á Íslandi á tíð hennar sem varaformaður menntaráðs Reykjavíkurborgar árið 2006 til 2010 til að kanna samkeppnishæfni þjóðarbúsins gagnvart öðrum þjóðum. 

Að mati Lilju var tvennt mjög áberandi á þeim tíma en það var hins vegar að drengir væru að dragast aftur úr og annars vegar að börn af erlendum uppruna, sem hafa aukist til muna undan farin ár, væru ekki að öðlast þá kunnáttu í lestri sem þarf til að komast inn á menntaskólastig. 

Að sögn Lilju var það eitt af hennar höfuð markmiðum sem menntamálaráðherra á árunum 2017 til 2021 að bæta úr þessu með menntastefnu sem gengur út á það að auka lesskilning.

Bætir hún við það að Ásmundur Einar Daðason núverandi mennta- og barnamálaráðherra sé að hrinda þessari stefnumótun í framkvæmd og þurfi því að bíða og sjá hvort hún muni virka. 

Eflir íslenskuna sem menningarmálaráðherra  

Lilja vinnur þessa stundina að því að uppfæra aðgerðaráætlun til að efla íslenskuna sem muna taka við núverandi aðgerðaráætluninni sem rennur út í lok árs. Segist Lilja ætla gefa enn meira í með nýrri aðgerðaráætlun. 

Segir hún að átakið sem hún stóð fyrir í menningarmálaráðuneytinu þar sem barnabækur voru endurgreiddar hafi verið sprengja í því að efla íslenskukunnáttu hjá ungum krökkum. Bendir hún á að útgáfa barnabóka hafi aukist um 47 prósent á milli 2018 og 2019. Ætlar Lilja sér að halda áfram með svona átök til að efla áhuga á íslenskum bókum og lestri meðal ungmenna.  

„Við þurfum að komast til móts við börnin en ekki þau okkur“

Áhyggjur af námi íslenskra nemenda 

Hefur hún þar að auki áhyggjur af því að íslenskir nemendur séu 18 mánuðum til tveim árum á eftir nemendum í nágrannaþjóðum í skóla þótt að aðrir hafi reynt að sannfæra hana um annað. 

„Ég er ansi hrædd um það að nemendur hér á landi séu um 18 mánuðum til tveimur árum á eftir í skóla miðað við nemendur í nágranna ríkjum“ 

„sérfræðingarnir sögðu við mig, nei það er ekki þannig en ég er sannfærð um að þetta sé rétt hjá mér og ég bygg það á því að þegar ég bjó út í Bandaríkjunum og tíu til ellefu ára krakkar voru að koma inn í skólakerfið þar þurfti þeir að minnsta kosti að vera færðir neðar um einn bekk, sumir tvo.“

Að sögn Lilju þarf að hífa upp menntakerfið á Íslandi um eitt ár ef við ætlum að eiga séns í samanburði við önnur ríki. Bendir hún þá á að Ísland komi ill út á PISA prófinu miðað við önnur ríki. Segir hún það þó skipta máli að á Íslandi séu öll börn látin þreyta prófið óháð árangri í skóla sem er ekki alltaf raunin annars staðar. 

Þrátt fyrir þetta finnst Lilju þau lestrarpróf sem eru lögð fyrir nemendur í grunnskóla hér á landi með óraunhæf viðmið.  

Þrátt fyrir þessa gagnrýni Lilju harmar hún það að bæði foreldrar og nemendur séu komnir með mjög neikvæða ímynd af íslenska menntakerfinu og tekur hún fyrir það að það sé jafn slæmt og það lítur stundum út fyrir að vera. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert