Æfingin varð að óvæntu útkalli

Bíllinn var fastur í snjóskafli.
Bíllinn var fastur í snjóskafli. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Æfing þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar sem fór fram á Snæfellsnesi í vikunni breyttist í óvænt  útkall þegar flugmaðurinn tók eftir veifandi fólki á vegslóðanum fyrir neðan vélina í þann mund sem sigmanni þyrlunnar var slakað niður.

Bíll þeirra sem veifuðu var orðinn pikkfastur í snjóskafli upp af bílastæði sem þau höfðu lagt á við Hólahóla, vestur af Útnesvegi, að því er fram kemur í tilkynningu LHG á Facebook.

Sigmaður og spilmaður þyrlunnar fóru til fólksins og aðstoðuðu við að losa bílinn.

Fólkið þakkaði fyrir aðstoðina og hélt áfram með bros á vör, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert