Andlát: Teitur Lárusson

Teitur Lárusson
Teitur Lárusson hag/ Haraldur Guðjónsson

Teitur Lárusson fyrrverandi starfsmannastjóri Sláturfélags Suðurlands og Kaupáss og síðar sérfræðingur á kjarasviði VR, er látinn, 73 ára að aldri.

Teitur fæddist í Reykjavík þann 6. júní 1948 og foreldrar hans voru þau Anna Sigríður Teitsdóttir og Lárus Bjarnason.

Teitur lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og hóf stuttu síðar að starfa fyrir Sláturfélag Suðurlands. Fljótlega fékk hann stöðu starfsmannastjóra og gegndi þeirri stöðu í sautján ár hjá fyrirtækinu en þá ákvað hann að stofna Teitur Lárusson starfsmannaþjónustu árið 1988 og rak hana í rúman áratug.

Árið 1999 hóf hann störf hjá Kaupási og var þar starfsmannastjóri til ársins 2004. Frá þeim tíma og til 72ja ára aldurs starfaði hann sem sérfræðingur í kjaramálum á kjarasviði VR.

Teitur sinnti störfum fyrir Starfsgreinasambandið, hann var formaður Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks til nokkurra ára. Hann bjó til og þróaði diplómanámið Verslunarstjórnun, sem kennt var við Háskólann á Bifröst en það hefur nú þróast í fullt nám til BS-gráðu og er enn kennt við Háskólann á Bifröst.

Teitur var meðlimur í JC Iceland og var hann einn að stofnendum JC Borgar og sinnti hann þar m.a. starfi forseta um tíma Hann hlaut æðstu viðurkenningu innan JC-hreyfingarinnar, Ásmundarskjöldinn, fyrir störf sín. Teitur var einnig virkur meðlimur í Lionsklúbbi Seltjarnarness.

Eftirlifandi eiginkona Teits er Elín Kristjánsdóttir og börn hans eru þrjú, þau Sigurður Hinrik Teitsson, Unnur Teits Halldórsdóttir og Anna Teitsdóttir. Barnabörn hans eru sjö og eitt barnabarnabarn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert