Lögreglan á Akureyri segir að umferð á Norðurlandi hafi verið mikil um páskana. Þó hefur lítið verið um hraðakstur og hafa fá slys komið á borð lögreglunnar.
Í samtali við mbl.is segir lögreglan að ljóst sé að fleiri leggi leið sína norður yfir páskana núna en hefur tíðkast síðustu tvö ár.
Eins og mbl.is hefur greint frá virðist mikill ferðahugur í landsmönnum um þessar mundir.