Lokamarkmið að fólk fái vinnu

Mikill áhugi er á störfunum meðal flóttafólks.
Mikill áhugi er á störfunum meðal flóttafólks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flóttafólki frá Úkraínu voru kynnt tæplega sextíu störf fyrir helgi sem á eftir að ráða í og það hvatt til að senda inn umsókn. Um er að ræða fjölbreytt störf sem flest útheimta sérfræði- og fagþekkingu.

Fyrirtækið Kerecis stendur fremst í flokki og áhugi meðal fólksins á að sækja þar um er gríðarlegur, að sögn Sveins Rúnars Sigurðssonar, sem staðið hefur að samræmingu úrræða fyrir flóttafólk.

Samskipasamstæðan hefur einnig boðið myndarlega atvinnupakka þar sem finna má störf úti um land allt. Þá stendur nú yfir þýðingarvinna fyrir Alfreð starfatorg, og mun það koma til með að auðvelda flóttafólki að sækja um starf við sitt hæfi.

Frambærilegt fólk

„Lokamarkmiðið er að hægt sé að koma fólki í vinnu, við þurfum á fólki að halda og það er því lykilatriði að nýta þetta frambærilega fólk til starfa, fremur en að sjúkdómavæða það í einsemd uppi á hótelherbergi,“ segir Sveinn.

Sergej K. Artamonov er Úkraínumaður búsettur á Íslandi sem sinnir sjálfboðaliðastarfinu af fullum krafti ásamt Sveini. Hann bendir á að það flóttafólk sem hingað er komið sé flest vel menntað millistéttarfólk sem viti hvað það vilji gera. „Þetta eru heimsborgarar með vegabréf sem hafa margir komið til Íslands áður á sínum ferðalögum.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert