Þriggja vikna gæsluvarðhald eftir árásina

Árásin átti sér stað fyrir utan Prikið.
Árásin átti sér stað fyrir utan Prikið. mbl.is/Ari

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í miðbænum í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttablaðið greinir frá. 

Tveir karlmenn voru handteknir aðfaranótt föstudags eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið. Sá sem ráðist var á hlaut lífshættulega áverka og var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann fór í aðgerð. Maðurinn er ekki í lífshættu.

Árásarmenn og fórnarlamb eru karlmenn í kringum tvítugt, en annar þeirra sem var handtekinn er nú í gæsluvarðhaldi.

Búið er að yfirheyra fjölda vitna og miðar rannsókn málsins vel, að sögn Gríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert