Endurbætur á Tryggvagötu

Starfsmenn Bjössa ehf. hafa unnið að því að grafa upp …
Starfsmenn Bjössa ehf. hafa unnið að því að grafa upp svæðið og undirbúa jarðvegsskipti og nýjar lagnir Morgunblaðið/Sigtryggur Sigtryggsson

Framkvæmdir eru hafnar að nýju við endurgerð Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða þriðja og síðasta verkáfangann í endurgerð götunnar allt frá Kalkofnsvegi.

Lagnir verða endurnýjaðar og skipt um jarðveg. Gangstéttir verða endurnýjaðar og lagt nýtt malbik. Snjóbræðslukerfi verður komið fyrir í gangstéttum, sem mun koma sér vel fyrir gangandi fólk að vetri til.

Framkvæmdasvæðið takmarkast við Grófina sem heild, við gatnamót Vesturgötu og Tryggvagötu. Með því verður Tryggvagata tímabundið að botngötu bæði með aðkomu frá Geirsgötu og frá Kalkofnsvegi. Verkið er unnið í samvinnu við Veitur. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan júlí og verður umferð bíla þá heimiluð að nýju um Tryggvagötu. Verktaki er Bjössi ehf.

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fegra Tryggvagötuna. Fyrst var gatan endurgerð frá Lækjargötu að Bæjartorgi. Torgið sjálft, þar sem hinn sögufrægi pylsuvagn Bæjarins bestu stendur, var einnig endurgert. Við þessar framkvæmdir kom hin fræga Steinbryggja í ljós og var ákveðið að hafa hluta hennar sýnilegan í framtíðinni.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert