Fjölþjóðaher leikara í sögu Arnaldar

Iain Glen fer með aðalhlutverkið en hann lék í þáttunum …
Iain Glen fer með aðalhlutverkið en hann lék í þáttunum Jack Taylor sem Marteinn Þórisson skrifaði. Ljósmynd/Juliette Rowland

„Þetta er stórt og flókið verkefni enda mikið um eltingarleiki og hasar. Það hefur þó allt gengið vel til fram til þessa,“ segir Óskar Þór Axelsson kvikmyndaleikstjóri sem þessa dagana vinnur að gerð kvikmyndar eftir vinsælli sögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjalanna. Kvikmyndatökur hafa farið fram hér á landi síðustu vikur, meðal annars í Reykjavík og á Langjökli, og lauk þeim í byrjun vikunnar. Á annan dag páska heldur Óskar út til Kölnar í Þýskalandi og verður við tökur í myndveri í tvær vikur.

Annette Badland er í skrautlegu aukahlutverki. Hún hefur áður leikið …
Annette Badland er í skrautlegu aukahlutverki. Hún hefur áður leikið í í Doctor Who og Midsomer Murders. Ljósmynd/Juliette Rowland

Sagan færð til dagsins í dag

Napóleonsskjölin komu út árið 1999 og hefur lengi staðið til að gera kvikmynd eftir sögunni. Marteinn Þórisson skrifar handritið og var upprunaleg útgáfa þess til fyrir tíu árum en það hefur verið í þróun alveg fram til dagsins í dag. Til marks um það má nefna að fundur flugvélarflaksins þýska úr seinni heimsstyrjöldinni á Vatnajökli, sem er tilurð sögunnar, er nú rakið til þess að jökullinn hafi bráðnað af völdum hlýnunar jarðar. Þá þurfti að breyta sögunni með tilliti til þess að hér er ekki lengur herstöð Bandaríkjahers svo fátt eitt sé nefnt.

Vivian Ólafsdóttir og Jack Fox í myndinni. Hún leikur lögfræðing …
Vivian Ólafsdóttir og Jack Fox í myndinni. Hún leikur lögfræðing sem sökuð er um morð sem hún framdi ekki. Ljósmynd/Juliette Rowland

Leikarar úr Game of Thrones og Midsomer Murders

Myndin er framleidd af Sagafilm og þýska fyrirtækinu Splendid Films og er áætlaður kostnaður við gerð hennar um 900 milljónir króna. Fjöldi þekktra leikara fer með stór hlutverk í Napóleonsskjölunum sem kallast Operation Napoleon upp á ensku. Þekktastur er sennilega Iain Glen sem hefur til að mynda leikið í Game of Thrones. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Vivian Ólafsdóttur en með önnur stór hlutverk fara breski leikarinn Jack Fox og Ólafur Darri Ólafsson. Margir þekktir leikarar fara með smærri hlutverk, til að mynda breska leikkonan Annette Badland sem kunn er fyrir leik í Doctor Who, Ted Lasso, Eastenders, Bergerac og Midsomer Murders, þýski leikarinn Wotan Wilke Möhring, Nanna Kristín Magnúsdóttir og breska leikkonan Adesuwa Oni. Þá fara þeir Þröstur Leó Gunnarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Atli Óskar Fjalarsson sömuleiðis með hlutverk í myndinni.

Ólafur Darri Ólafsson leikur einbúa sem fylgist vel með enska …
Ólafur Darri Ólafsson leikur einbúa sem fylgist vel með enska boltanum. Ljósmynd/Juliette Rowland

Eins og sjá má á mynd með greininni er persóna Ólafs Darra nokkuð skrautleg og klæðist gamalli Liverpool-treyju merktri John Barnes. „Hann leikur einbúa sem býr við jökulræturnar. Hann er mikill veiðimaður og áhugamaður um enska boltann sem fer oft í fótboltaferðir. Þetta er góð týpa. Í svona mynd má gera aukapersónurnar svolítið ýktar,“ segir Óskar Þór.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 16. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka