Sjá aukin langtímaveikindi í samfélaginu

Björn Sæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju ávarpar aðalfund.
Björn Sæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju ávarpar aðalfund. Ljósmynd/Eining-Iðja

Greiðslur úr Sjúkrasjóði Einingar Iðju námu ríflega 210 milljónum króna á liðnu ári og er þetta í fyrsta sinni sem greitt er meira en 200 milljónir króna á ári úr sjóðnum.

Hækkun á milli ára er um 41 milljón króna en árið á undan námu greiðslur úr sjóðnum um 170 milljónum króna. Greiðslur úr sjóðnum fóru í fyrsta sinn yfir 100 milljónir árið 2014.

„Staða sjóðsins er sem betur fer góð og það er gleðilegt að hann geti rétt hjálparhönd þegar fólk er í neyð,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju.

Meira en bara faraldurinn

Björn segir að hluta af skýringunni megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar, „en það er meira en bara faraldurinn. Við erum að sjá aukin langtímaveikindi í samfélaginu, meiri en við höfum áður séð. Það þarf eflaust að skoða þetta betur, greina hvað veldur því að æ fleiri þurfa á því að halda að taka langt veikindaleyfi,“ segir hann.

Alls fengu 2.084 félagsmenn greitt úr sjúkrasjóði í fyrra. Dagpeningar vega mest í upphæðinni, þeir voru rúmlega 132 milljónir, en dagpeningar geta verið vegna eigin veikinda, alvarlegra veikinda maka eða langveikra og eða alvarlega fatlaðra barna.

Aðrar greiðslur úr sjóðnum voru rúmar 43 milljónir og geta m.a. verið vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, viðtala við sálfræðinga eða geðlækna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert