Ekki fýsilegt að bíða lengur eftir ríkisstjórninni

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Ljósmynd/Aðsend

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segist skilja reiði Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í handbolta, en hann hefur lýst yfir mikilli vanþóknun á aðgerðarleysi stjórnvalda í tengslum við nýjan þjóðarleikvang. 

„Við erum jafnþreytt á því að bíða eftir ríkisstjórninni.“ 

Ekki fýsilegur kostur að bíða lengur

Dóra segir að það sé búið að vera samtal milli borgarstjórnar og ríkisins um að ráðast í samvinnuverkefni þar sem aðstöðuvandi íþróttafélaga í Laugardalnum yrði leystur samhliða því að tryggður yrði nýr þjóðarleikvangur. Hún myndi þó fagna því að það samtal yrði aukið.

Borgin hafi nú þegar tekið frá fjármagn í umrætt verkefni, en eftir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 - 2027 var kynnt og þar væri hvergi að finna skýr áform um uppbyggingu þjóðarleikvangs, hafi runnið tvær grímur á borgarstjórn. 

„Það virðist ekki vera fýsilegur kostur að bíða lengur eftir ríkisstjórninni, við verðum að passa fólkið í Laugardalnum.“

Leita annarra leiða ef skýr skilaboð fást ekki innan skamms 

Dóra segir borgina hafa gert ríkisstjórninni ljóst að þolinmæðin væri að þrotum komin. „Ef við fáum ekki skýr skilaboð innan skamms verðum við að leita annarra leiða.“ 

Á hún þá við að fjármagninu, sem tekið hefur verið frá sem hlutur borgarinnar í samvinnuverkefni við ríkið vegna uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardalnum, yrði varið í að koma upp nýrri aðstöðu fyrir félögin þar og ríkið yrði þá að að finna nýja lausn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert