Lögvarðir hagsmunir standi yfirlýsingum í vegi

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mbl.is/Hari

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segist ekki getað tjáð sig um hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar þrátt fyrir nýja yfirlýsingu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns hreyfingarinnar. 

„Það væri sjálfsagt hægt að vera með allskonar yfirlýsingar ef við værum bara stéttarfélag sem hefði ekki lögvarða hagsmuni“

Vísar hann þá til þess að nokkrir einstaklingar í þeim hópi sem sagt var upp störfum hjá Eflingu, eru félagar í VR.

Ragnar segir að nú sé verið að setjast niður með fólkinu og leita leiða við að „milda aðstæður,“ gæta hagsmuna og finna lausn fyrir hlutaðeigandi aðila.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert