Aldrei fór ég suður aldrei betri

Aldrei fór ég suður 2022.
Aldrei fór ég suður 2022. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson

„Ég get staðfest að þetta var skemmtilegasta hátíðin til þessa,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, en hann er rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem fór fram um páskana.

„Það stóð tæpt með flug á föstudeginum. Eftir það var spennufall,“ segir Mugison en bíða þurfti fram á síðustu stundu með að ákveða hvort flogið yrði með marga af flytjendum hátíðarinnar frá Reykjavík vegna veðurs. Vélin flaug, og segir Mugison gleðina hafa verið við völd eftir það.

„Það var bara svo góð orka stanslaust, bæði í tónlistinni og í bænum. Það var eins og það væru fimm hundruð ættarmót í gangi. Fólk greinilega að koma að heimsækja bræður og systur eða mömmu og pabba eða ömmur og afa. Þetta voru litlir hópar með bros á vör. Alveg yndislegt,“ segir Örn Elías.

Hátíðin var síðast haldin með hefðbundnu sniði árið 2019 og segir Mugison fólk greinilega fegið frelsinu eftir Covid-19-faraldurinn. „Frá fyrsta tóni á föstudeginum og þangað til Hermigervill lokaði hátíðinni á laugardagskvöldið voru menn bara með bros á vör. Ég heyrði ekki af neinu veseni,“ segir Örn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert