Bólstraský myndast við Fagradalsfjall

Bólstraský stígur upp frá Fagradalsfjalli.
Bólstraský stígur upp frá Fagradalsfjalli. mbl.is

Einhverjir hafa kannski rekið augun í það sem virðist vera grár reykjarstrókur sem stígur upp frá svæðinu við Fagradalsfjall á Reykjanesi.

Það er þó ekki byrjað að gjósa aftur heldur er um að ræða svokölluð bólstraský eða eldbólstra sem verða til vegna þess að hraunið yfir Fagradalsfjalli er heitara en annað í umhverfinu. En skýin verða til vegna hitamismunarins, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Bólstraskýin hafa myndast reglulega síðan gosinu í Fagradalsfjalli lauk og margir hafa tekið eftir þeim síðustu daga og haft samband við Veðurstofuna. Ekki er um neitt óeðlilegt að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert