Lögregla fjarlægði skráningarnúmer af fimmtíu ökutækjum um páskahelgina sem voru ýmist óskoðuð eða ótryggð.
Þar að auki fengu tæplega fjörutíu bílar stöðubrotsgjöld upp á tíu þúsund krónur vegna ólöglegra lagninga, samkvæmt tilkynningu lögreglu.
Þrettán skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglu og töluvert var kvartað undan hávaða samkvæmt venju um páskahelgina. Hávaðakvartanirnar voru ýmist vegna skemmtihalds, framkvæmda eða út af geltandi hundum.