Krefst þess að Alþingi komi saman

Stjórnarandstaðan krefst svara.
Stjórnarandstaðan krefst svara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa nú krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á Íslandsbanka. Næsti þingfundur á að vera 25. apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarandstöðunni.

Í dag var greint frá áformum rík­is­stjórn­arinnar um að leggja það til við Alþingi að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð niður.

„Alþingi verður að koma saman. Við þurfum að geta spurt ráðherra spurninga. Við þurfum að geta velt við hverjum einasta steini. Páskaskjól ríkisstjórnarinnar er farið og nú þurfa þau að svara,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert