Rannsókn lokið á andláti á geðdeild

Andlátið átti sér stað á geðdeild Landspítalans í ágúst í …
Andlátið átti sér stað á geðdeild Landspítalans í ágúst í fyrra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum. Hjúkrunarfræðingur sem þar starfaði var grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana og sætti gæsluvarðhaldi um tíma.

Vísir.is greindi fyrst frá en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókninni sé lokið og málið sé komið til ákærusviðs. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Að sögn Margeirs er þó ekki hægt að útiloka að málið komi aftur til rannsóknar.

Fram kom fréttum að talið væri að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að troða mat ofan í sjúklinginn  með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert