Þrettán heimilisofbeldismál um páskana

Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þrettán sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldismála um páskahelgina. 

Nóg var að gera hjá lögreglunni um helgina, en ásamt heimilisofbeldismálunum bárust tuttugu þjófnaðarmál á borð lögreglu, þar af nokkur innbrot.

Tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar á meðal eina alvarlega í miðborg Reykjavíkur á föstudaginn langa.

Þrjátíu ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum, ýmist vegna áfengis eða fíkniefna.

Kannabisræktun var stöðvuð og nokkrir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert