Alltaf jafnhissa á biðtímanum

Handagangur í öskjunni hjá dekkjaverkstæðinu Kletti.
Handagangur í öskjunni hjá dekkjaverkstæðinu Kletti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nagladekk eru ekki lengur leyfileg í umferðinni, frá og með síðasta laugardegi.

Anton Ólafsson, þjónustufulltrúi hjá hjólbarðaverkstæðinu Kletti, segir í samtali við Morgunblaðið að uppbókað sé í hjólbarðaskipti næstu tvær vikurnar hjá verkstæðinu í Klettagörðum.

„Það er mjög mikið að gera,“ segir hann og bætir við að fólk sé alltaf jafnhissa á hversu langur biðtíminn sé á þessum árstíma.

Reyna að fylla í eyðurnar

Anton segir að starfsmenn reyni að troða inn aukabílum eins og hægt er en annars sé alltaf best að bóka fyrir fram. „Við tökum líka alltaf einhverja bíla á morgnana sem eru skildir eftir og þeir fylla svolítið upp í ef það koma eyður. Svo er líka rosa mikið af fólki sem rúllar við og athugar hvort það geti fengið skipti.“

Anton segir að biðin lengist alltaf frekar en styttist og því verði nóg að gera næstu vikurnar í dekkjaskiptum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert