Áslaug Hulda nýr aðstoðarmaður Áslaugar Örnu

Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Áslaug Hulda Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Áslaug Hulda Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fjarveru Eydísar Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Áslaug Hulda er menntaður grunnskólakennari með framhaldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona.

Hún er formaður bæjarráðs Garðabæjar og hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 en er ekki í framboði til sveitarstjórnakosninga í vor.

Áslaug Hulda kom að uppbyggingu plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recyling og var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert