Býður öldruðum í fjórða skammt

Frá fyrstu bólusetningunni gegn Covid-19 á hjúkrunarheimili.
Frá fyrstu bólusetningunni gegn Covid-19 á hjúkrunarheimili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur ákveðið að öldruðum, sér­stak­lega þeir sem hafa náð þeim merka áfanga að klára 80 ár á þess­ari jörð, verði boðinn fjórði skammt­ur­inn af bólu­efni gegn Covid-19. 

Mæl­ir hann með þessu „vegna áfram­hald­andi COVID-19 far­ald­urs og nýtil­kom­inn­ar reynslu er­lend­is frá af gagn­semi fjórða skammts fyr­ir aldraða, sér­stak­lega 80 ára og eldri, og þá sem einnig hafa sjúk­dóma sem auka hættu á al­var­leg­um COVID-19 veik­ind­um“.

Til­kynn­ir Þórólf­ur þetta á vefsíðu embætt­is land­lækn­is.

„Sama á við um íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila, óháð aldri, en mælt er með að ávinn­ing­ur sé veg­inn fyr­ir hvern íbúa eins og fyrr. Hjúkr­un­ar­heim­ili fá bólu­efni í gegn­um heilsu­gæsl­una.“

Þórólf­ur mæl­ir með því að fólkið fái bólu­efni frá Pfizer eða Moderna (þá hálf­an skammt) en lækn­ar geta ráðlagt notk­un bólu­efn­is frá Jans­sen eða Novo­vax (t.d. vegna of­næm­is) þar sem staðfest er að þau vekja örvun­ar­svar eft­ir bólu­setn­ingu með öðrum bólu­efn­um.

„Sótt­varna­lækn­ir bein­ir þeim til­mæl­um til heilsu­gæsl­unn­ar að skila­boð um bólu­setn­ing­una verði send hverj­um ein­stak­lingi í þess­um til­tekn­um hóp­um, auk al­menn­ari aug­lýs­inga um hvenær bólu­setn­ing­ar fara fram á hverj­um stað. Aðrir sem fengu þriðja skammt fyr­ir fjór­um mánuðum eða fyrr mega fá fjórða skammt­inn ef þeir óska eft­ir því, en ekki er mælt með því al­mennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert