Karlmaðurinn sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst og ákærður fyrir að hafa skotið af byssu sinni nokkrum sinnum, meðal annars inni í húsi fyrrverandi manns sambýliskonu sinnar, var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Í frétt RÚV segir að maðurinn, sem heitir Árnmar Jóhannes Guðmundsson, hafi verið sakfelldur fyrir alla ákæruliði.
Líkt og mbl.is hefur greint frá var Árnmar ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignarspjöll og vopnalagabrot, hótun, brot gegn barnaverndarlögum, brot gegn valdstjórn og hættubrot.