Hópur 15 ára drengja réðst á annan dreng

Árásin var framin í Grafarvogi.
Árásin var framin í Grafarvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Grafarvogi síðdegis í gær. Þar hafði hópur 15 ára drengja ráðist á jafngamlan dreng. Sá hlaut áverka á andliti og víðar. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en sagðist ætla að leita sér læknisaðstoðar sjálfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú málið með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndarnefndar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar er sömuleiðis tæpt á nokkrum tilkynningum sem bárust síðdegis og í nótt um innbrot og þjófnað á svæðinu sem og hraðakstur og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert