Kristrún telur spillingu mögulega

„Það er augljóst að annað hvort var þetta algjört gáleysi eða þetta var spilling,“ segir Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Hún telur að mögulega hafi hvort tveggja verið raunin.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við hana og Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í fjárlaganefnd, í Dagmálum Morgunblaðsins. Dagmál eru streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Horfa má á viðtalið allt með því að smella hér.

Kristrún telur að tiltrú á framkvæmd útboðsins sé svo löskuð að nauðsynlegt kunni að reynast að fara í saumana á fyrra hlutafjárútboðinu, sem fram fór síðastliðið sumar og almenn ánægja ríkti um.

Hún telur brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið allt, þar sem slík nefnd hefði rannsóknarheimildir, sem ríkisendurskoðandi hafi ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert