Segja nú vegið að þeim fámennustu

Rúmlega tvö hundruð íbúar eru í Súðavíkurhreppi.
Rúmlega tvö hundruð íbúar eru í Súðavíkurhreppi. mbl.is/Golli

Mörg sveitarfélög í fámennari kantinum bregðast illa við áformum innviðaráðuneytisins um setningu reglna um mat á getu sveitarfélaga með undir 250 íbúa til að sinna lögbundnum verkefnum. Mörg þeirra sendu inn athugasemdir þegar drög að leiðbeiningum og ramma um þetta efni voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Gert var ráð fyrir því í frumvarpi innviðaráðherra á síðasta þingi að fámennari sveitarfélögum yrði gert að sameinast. Þetta átti að gera í áföngum. Mættu þessi áform harðri andstöðu og til þess að fá aðrar breytingar í gegn voru ákvæði um lágmarksíbúafjölda felld út úr frumvarpinu þegar það var til umfjöllunar á Alþingi.

Í staðinn voru sett inn ákvæði um að stefnt skyldi að því að íbúafjöldi sveitarfélaga yrði ekki undir 1.000, í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. Eiga sveitarfélögin val um það að hefja formlegar sameiningarviðræður við önnur eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar.

Ráðherra var falið að auglýsa leiðbeiningar um þau atriði sem fram eiga að koma í umræddu mati.

Sveitarstjórnirnar eiga að taka afstöðu til þess hvort hafnar verði viðræður um sameiningu.

Það ferli sem hér um ræðir tekur aðeins til sveitarfélaga sem eru með 250 íbúa eða færri við kosningarnar í vor. Það tekur gildi að fullu eftir fjögur ár og tekur þá til allra sveitarfélaga sem eru með færri en þúsund íbúa.

Lengri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert