Haldið var upp á sumardaginn fyrsta á Bíldudal með þjóðbúningamessu í kirkjunni og eftir messuna var boðið upp á kaffi í gamla skólanum í bænum. Vel var mætt í messuna, en Kristján Arason sóknarprestur þjónaði fyrir altari.
Fyrsta þjóðbúningamessan var haldin á Bíldudal árið 2014 og hefur þessi skemmtilegur siður haldist alla tíð síðan, nema þegar messurnar fluttust á netið þegar faraldurinn var sem verstur.
Upphaf þessa siðar má rekja til haustsins 2013 þegar Annríki hélt námskeið í þjóðbúningasaum í bænum. Í framhaldi var Þjóðbúningafélagið Auður á sunnanverðum Vestfjörðum stofnað og síðan þá hafa konur bæjarfélagsins haldið þessari hefð á lofti.