Kanna staðsetningu þjóðarhallar í Mosfellsbæ

Frá Mosfellsbæ.
Frá Mosfellsbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðsflokksins, um að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll - þjóðarleikvang í Mosfellsbæ fyrir handbolta og körfubolta.

Samkvæmt tillögunni yrði um að ræða þjóðarhöll sem tæki allt að 6.000 áhorfendur í sæti.

„Í ljósi umtalsverðra umferðartafa og fyrirsjáanlegra umferðartafa með tilkomu borgarlínu, er mikilvægt að koma Mosfellsbæ á kortið sem góðum stað fyrir Þjóðarleikvang-Þjóðarhöll,“ segir meðal annars í greinagerð Sveins vegna málsins.

Guðmund­ur Guðmunds­son, landsliðsþjálf­ari í hand­bolta karla, sagði í samtali við mbl.is eftir sigur gegn Austurríki á dögunum að hann væri kjaftstopp yfir aðgerðaleysi stjórnvalda varðandi þjóðarhöll. 

Ekk­ert íþrótta­hús á Íslandi upp­fyll­ir þau skil­yrði sem alþjóðasam­bönd­in í körfuknatt­leik og hand­knatt­leik setja fyr­ir leiki í undan­keppn­um stór­móta. 

Ég hef upp­lifað ým­is­legt en ég er að verða kjaftstopp yfir þess­um aula­gangi. Það er aula­gang­ur að geta ekki tekið á þessu að mynd­ar­skap. Það verða menn úr öll­um flokk­um að sam­ein­ast um þetta ásamt borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur til að koma þessu af stað,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert