Lystisnekkja í gervi rannsóknaskips

Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir.
Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir. mbl.is/Árni Sæberg

Norska haf­rann­sókna­skipið Nan­sen Explor­er hef­ur vakið nokkra at­hygli í Reykja­vík síðustu daga þar sem það ligg­ur við bryggju. Skipið er hins veg­ar ekki leng­ur í notk­un sem rann­sókna­skip held­ur hef­ur því verið breytt í lúks­ussnekkja fyr­ir efna­meiri farþega.

Nan­sen Explor­er var smíðað 1983 af Val­met­in Lai­vateoll­isu­us O/​Y í Åbo í Finn­landi fyr­ir Sov­ét­rík­in og er 71,6 metra á lengd og 12,8 metra að breidd. Það gekk í gegn­um nokk­ur eigna­skipti í Rússlandi frá því að Sov­ét­rík­in féllu en var keypt af lands­stjóra­embætt­inu á Sval­b­arða 2003 og síðan af bresku sjó­mæl­inga­fyr­ir­tæki 2014.

Her­berg­in um borð eru ekki ama­leg.
Her­berg­in um borð eru ekki ama­leg. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions

Árið 2020 var skipið síðan keypt af ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Nan­sen Pol­ar Exped­iti­ons (sem dreg­ur nafn sitt frá norska land­könnuðinum Fridtjof Nan­sen). Um­tals­verðar breyt­ing­ar voru gerðar á skip­inu sem áður gat tekið 60 farþega og get­ur það nú aðeins hýst 12 gesti í sjö svít­um. Um borð er bar, veit­inga­hús, lík­ams­rækt og þyrlupall­ur, svo fátt sé nefnt.

Skipið er hannað til að tak­ast á við haf­ís og get­ur því farið með ferðalanga inn á mest krefj­andi svæðin á Norður­slóðum og í kring­um Suður­skautið.

Boðið er upp á al­skyns afþrey­ingu.
Boðið er upp á al­skyns afþrey­ingu. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions

Tækifæri fyrir Hafró?

Gæti rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son fengið end­ur­nýjaða lífdaga með sam­bæri­leg­um hætti Haf­rann­sókna­stofn­un til tekju­öfl­un­ar? „Þetta er áhuga­verð spurn­ing,“ svar­ar Þor­steinn Sig­urðsson, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­unn­ar, og hlær. „Þetta er ekki versta hug­mynd sem ég hef heyrt.“

Hann upp­lýs­ir að þegar hafi fjár­málaráðherra verið veitt heim­ild til að selja skipið þegar nýtt kem­ur og því fátt sem bend­ir til að stofn­un­in noti það frek­ar. Það er hins veg­ar mögu­legt að áhuga­sam­ur kaup­andi gæti nýtt skipið í ferðaþjón­ustu en Bjarni Sæ­munds­son er bæði 13 árum eldri en Nan­sen Explor­er og tölu­vert minni, aðeins 55,9 metra að lengd og 10,6 metra að breidd. Tölu­verðar end­ur­bæt­ur þyrftu að vera gerðar á skip­inu, að mati Þor­steins sem seg­ir klef­ana mjög litla.

Ekki er víst að Bjarni Sæ­munds­son myndi henta í ferðaþjón­ustu …
Ekki er víst að Bjarni Sæ­munds­son myndi henta í ferðaþjón­ustu með sama sniði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Miðinn á 700 þúsund

Eitt er þó ljóst og það er að af mynd­um að dæma er Nan­sen Explor­er hið glæsi­leg­asta og lík­lega erfitt að finna betri ferðamáta þegar Norður­slóða-æv­in­týri eru ann­ars veg­ar.

Verðmiðinn er ekki fyr­ir alla og má áætla að viku ferð mun kosta á bil­inu 700 og 1.145 þúsund á hvern farþega.

Fal­legt um­hverfi um borð í norska skip­inu.
Fal­legt um­hverfi um borð í norska skip­inu. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert