Flugvélin hífð upp

Flugvélin hefur verið í vatninu síðan í byrjun febrúar.
Flugvélin hefur verið í vatninu síðan í byrjun febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að hífa upp flug­vél­ina sem fórst í Þing­valla­vatni þann 3. fe­brú­ar.

Um borð í vélinni var flugmaðurinn Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi.

Aðgerðir hófust í morgun og hafa komið um 55 manns að þeim í dag.

Lög­regl­an á Suður­landi, starfs­fólk rík­is­lög­reglu­stjóra, tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og tölvu­deild, Bruna­varn­ir Árnes­sýslu, Lands­björg, Land­helg­is­gæsl­an, og fimm björg­un­ar­sveit­ir hafa komið að und­ir­bún­ingnum.

Fyrr í kvöld voru hífðir upp hlutir úr vélinni.

Flugvélin er komin upp á land.
Flugvélin er komin upp á land. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert