Búið er að hífa upp flugvélina sem fórst í Þingvallavatni þann 3. febrúar.
Um borð í vélinni var flugmaðurinn Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi.
Aðgerðir hófust í morgun og hafa komið um 55 manns að þeim í dag.
Lögreglan á Suðurlandi, starfsfólk ríkislögreglustjóra, tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tölvudeild, Brunavarnir Árnessýslu, Landsbjörg, Landhelgisgæslan, og fimm björgunarsveitir hafa komið að undirbúningnum.
Fyrr í kvöld voru hífðir upp hlutir úr vélinni.