Búið er að hífa upp ýmsa hluti innan úr flugvélinni sem fórst við Þingvallavatn í byrjun febrúar. Fjórir karlmenn voru um borð í vélinni og létu þeir allir lífið.
Stefnt er að því að ná vélinni sjálfri upp í dag.
„Þetta er kista sem að við smíðuðum til að geyma sönnunargögn í – raftæki, fatnað og annað,“ segir Lárus Kazmi, stjórnandi köfunarhóps sérsveitar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.