Kafarar lagðir af stað

Viðbragðsaðilar við undirbúning í morgun.
Viðbragðsaðilar við undirbúning í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kafarar fóru fyrir stundu af stað niður að flugvélinni TF-ABB sem er á botni Þingvallavatns eftir að hún brotlenti þar 3. febrúar. Festa þeir vélina við pramma sem lyftir vélinni upp á um fimm metra dýpi, þaðan sem vélinni verður siglt inn Ölfusvatnsvík við Steingrímsstöðvarvirkjun.

Alls munu 55 manns taka þátt í aðgerðunum í dag en flug­vél­in, sem fórst í byrj­un fe­brú­ar með fjóra karl­menn um borð, ligg­ur á 48 metra dýpi í Ölfu­s­vatns­vík.

Að sögn blaðamanns mbl.is við Þingvallavatn áætla viðbragðsaðilar að það taki allt að tvo tíma að koma vélinni inn víkina þar sem hún verður betur skoðuð á fimm metra dýpi.

Þegar í víkina kemur mun krani taka við vélinni og verður allur rafeindabúnaður fjarlægður þegar köfunardeild sérsveitarinnar Ríkislögreglustjóra myndar vélina áður en hún verður hífð uppá land þar sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur við. Síðar verður vélinni pakkað saman og hún sett á flutningabíl sem flytur hana til Reykjavíkur í aðstöðu Rannsóknarnefndar samsöguslysa til frekari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert