17 ára fluttur á bráðadeild eftir líkamsárás

mbl.is/Eggert

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur laust eftir klukkan hálf fjögur í nótt en þar hafði verið ráðist á 17 ára dreng og honum veittir áverkar.

Þegar lögregla kom á vettvang voru árásaraðilar farnir. Ungi maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem forráðamaður ætlaði að hitta hann, segir í dagbók lögreglu.

Um það bil 80 mál voru skráð í dagbók lögreglu í gærkvöldi og nótt og 12 vistaðir í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í nótt var 17 ára drengur handtekinn í miðbænum eftir slagsmál.

Hann er grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur og  fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem haft var samband við forráðamann og manninum síðan komið heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert