Mótmæla bankasölunni á Austurvelli

Frá fyrri mótmælum vegna bankasölunnar.
Frá fyrri mótmælum vegna bankasölunnar. mbl.is/Óttar

Efnt hef­ur verið til mót­mæla vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins í Íslands­banka klukk­an 14.00 í dag. Viðburður­inn var auglýstur á Facebook undir nafinu „Burt með Bjarna og spillinguna burt.“

Á viðburðinum eru sett­ar fram þrjár kröf­ur: Að banka­söl­unni verði rift, að stjórn og framkvæmdastjóri banka­sýsl­un­ar fari burt og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra víki einnig.

Fyrrverandi þingmennirnir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir munu flytja ræður sem og Jóhann Páll Jóhannsson, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

718 manns hafa meldað sig á viðburðinn og rúm­lega þúsund manns sýnt hon­um áhuga.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og mótmælendur fyrir fram Ráðherrabústaðinn fyrir hádegi …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og mótmælendur fyrir fram Ráðherrabústaðinn fyrir hádegi í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert