Efnt hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka klukkan 14.00 í dag. Viðburðurinn var auglýstur á Facebook undir nafinu „Burt með Bjarna og spillinguna burt.“
Á viðburðinum eru settar fram þrjár kröfur: Að bankasölunni verði rift, að stjórn og framkvæmdastjóri bankasýslunar fari burt og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra víki einnig.
Fyrrverandi þingmennirnir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir munu flytja ræður sem og Jóhann Páll Jóhannsson, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
718 manns hafa meldað sig á viðburðinn og rúmlega þúsund manns sýnt honum áhuga.