Vélin lítið skemmd

Flugvélin var hífð upp úr vatninu í gærkvöldi en hún …
Flugvélin var hífð upp úr vatninu í gærkvöldi en hún hafði legið á botni þess allt frá 3. febrúar, þegar allir fórust sem um borð höfðu verið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flug­vél­in sem fórst í Þing­valla­vatni 3. fe­brú­ar var hífð upp úr vatn­inu í gær­kvöldi, eft­ir um­fangs­mikl­ar aðgerðir og lang­an und­ir­bún­ing þeirra sem komu að aðgerðunum.

Um borð í hinstu ferð vél­ar­inn­ar var ís­lenski flugmaður­inn Har­ald­ur Diego, ásamt þrem­ur er­lend­um ferðamönn­um frá Banda­ríkj­un­um, Belg­íu og Hollandi. Þeir létu all­ir lífið.

Beðið var með að hífa vél­ina upp þar til í gær þar sem að ekki var talið tryggt að gera það fyrr, en vél­in var á 48 metra dýpi og aðgerðir við að ná henni upp tækni­lega flókn­ar. Aðgerðir í gær hóf­ust snemma morg­uns og stóðu yfir fram á kvöld. Alls tóku um 55 manns þátt í aðgerðunum.

Lög­regl­an á Suður­landi, starfs­fólk rík­is­lög­reglu­stjóra, tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og tölvu­deild, Bruna­varn­ir Árnes­sýslu, Lands­björg, Land­helg­is­gæsl­an, og fimm björg­un­ar­sveit­ir komu að und­ir­bún­ingi aðgerðanna.

Hífðu fyrst upp muni úr vél­inni í kistu

Áður en vél­in sjálf var hífð upp voru mun­ir úr henni hífðir upp á land, í sér­stakri kistu. „Þetta er kista sem að við smíðuðum til að geyma sönn­un­ar­gögn í – raf­tæki, fatnað og annað,“ sagði Lár­us Kazmi, stjórn­andi köf­un­ar­hóps sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi.

Er vél­in var kom­in upp á land gerði rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) vett­vangs­rann­sókn á vél­inni áður en henni var pakkað inn og hún flutt í skýli nefnd­ar­inn­ar í Reykja­vík.

Ragn­ar Guðmunds­son, rann­sak­andi hjá nefnd­inni, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að lík­lega muni frum­rann­sókn á vél­inni hefjast nú um helg­ina.

Að sögn Ragn­ars virðast skemmd­ir á flug­vél­inni ekki vera mikl­ar, þær séu helst fram­an á og neðan á vél­inni. Hann seg­ir að þær skemmd­ir sem vél­in beri með sér hafi ekki komið hon­um á óvart en ít­rek­ar að ít­ar­leg skoðun eigi eft­ir að fara fram.

Spurður hversu lang­an tíma rann­sókn sem þessi taki seg­ir Ragn­ar: „Það er mjög erfitt að segja. Hver rann­sókn er ein­stök. Það fer í raun eft­ir því hvað það tek­ur lang­an tíma að rann­saka þessa þætti rann­sókn­ar­inn­ar og í hvaða átt það leiðir okk­ur, hvort við þurf­um að senda eitt­hvað í sér­grein­ingu eða niðurrif eða eitt­hvað slíkt. Það er enn þá ekki komið í ljós hvernig það verður.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert