Leifur Hauksson útvarpsmaður er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi. Guðrún Bachmann, ekkja Leifs, greindi frá andláti hans.
Leifur fæddist 11. október 1951 en auk þess að vera dagskrárgerðarmaður á báðum rásum Ríkisútvarpsins var hann tónlistarmaður og leikari.
Hann lék á gítar í hljómsveitinni Þokkabót og var einn leikara í söngleiknum Hárinu þegar hann var sýndur í Glaumbæ.
Leifur lék enn fremur í nokkrum kvikmyndum en seinast lék hann í sjónvarpsþáttunum Kötlu.